Vinnslusvæði

Íslensk list

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Dröfn Guðmundsdóttir útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands, myndhöggvaraskor, 1993. Fljótlega að loknu námi varð gler fyrir valinu sem viðfangsefni hennar og hún hóf ferilinn með samstarfi við galleríið Hjá þeim við Skólavörðustíg sem kom verkum hennar á framfæri.

Síðar stofnuðu 10 listakonur galleríið Listakot við Laugaveg og var Dröfn ein af stofnendum þess .

Hún vann við glerbræðslu á verkstæði sínu að Fálkagötu 30b og eftir að Listakot hætti, þ.e. á árinu 2000, stofnaði Dröfn fyrirtæki um verk sín sem heitir Íslensk list (Icelandic art) og hefur starfað undir því nafni síðan.

Nú starfar hún á vinnustofu sinni að Korpúlfsstöðum og hefur ásamt listamönnum þar stofnað Gallerí Korpúlfsstaði sem hefur starfað frá maímánuði 2011. Þar eð Dröfn er myndhöggvari, hefur hún undanfarið unnið með pappír í þrívídd. Fiskar og fuglar eru henni sérstaklega hugleiknir.

Dröfn hefur auk þess verið leiðsögumaður erlendra ferðamanna um Ísland og á ferðum sínum hefur hún tekið ljósmyndir af náttúru landsins í öllum sínum myndum.

Dröfn hefur haldið einka- og samsýningar hérlendis og erlendis, hvorutveggja glerverk og ljósmyndir.

 
ÞÚ ERT HÉR: Home Íslensk List