Sigurður starfaði
mikið hjá Ríkisútvarpinu alla sína starfsævi við leik og upplestur og lék
nokkur hundruð hlutverk í Útvarpsleikhúsinu.
Hann leikstýrði einnig leikritum fyrir Útvarpsleikhúsið, m.a. eftir Sofokles,
Goethe, Bertholt Brecht, J.B. Priestley, Jean Paul Sartre, James Saunders, Fay
Weldon og Brian Clark.
Auk þess fékkst hann við dagskrárgerð fyrir Ríkisútvarpið um áratugaskeið ('69
-'09) og fjallaði þar um menn og málefni af ýmsu tagi, s.s. Nadine
George og Roy Hart; Leonard Cohen; John Lennon; J.B.Priestley; Vesalingana og
Victor Hugo; Vini hinnar búddísku reglu á Vesturlöndum (Friends of the western
buddhist order); Tónlist í leikhúsi; Sænska sirkusleikhúsið – Við erum
þúsundir; Maxím Gorki og Móðurina; Chaplin; Arja Saijonmaa; Íslensku revíuna;
John Reed og tíu daga sem skóku heiminn; Finnska leikhúsið Kom; Líföndun; Jack
Kornfield og bók hans Um hjartað liggur leið.