Sigurður Skúlason​

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar hafa verið stór þátt í lífi Sigurðar um áratugaskeið.
Hann sótti námskeið í Passíusálmunum áður en hann tókst á við flutning þeirra, fyrst með
öðrum, síðan einn, en það var árið 2009 sem hann flutti þá í heild sinni í fyrsta skipti. Það
var í Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og þar flutti hann þá fimm ár í röð.
Síðan hefur hann flutt þá í fleiri kirkjum eins og Grafarvogskirkju, Kópavogskirkju, Guðrúnarkirkju og
Hallgrímskirkju í Reykjavík, allt í allt tólf sinnum. Síðasti heildarflutningur
Passíusálmanna fór fram í Hallgrímskirkju í Reykjavík árið 2022.
Oft á tíðum var vinur hans og samverkamaður, Georg Magnússon, með í ferð og
hljóðritaði flutning. Ein slík hljóðritun hefur verið gefin út opinberlega (er á Storytel), en
hún er frá Hallgrímskirkju í Saurbæ 2013.

Myndir frá Hallgrímskirkju í Saurbæ og Hallgrímskirkju í Reykjvík (síðasta flutningi).